Um mig

Pétur Þór Ragnarsson

Fyrstu fimm ár ævi minnar bjó ég í smábæ á Suðurlandi sem heitir Hvolsvöllur. Fjölskyldan mín flutti síðan til Reykjavíkur þar sem við höfum verið síðan.  Fyrst eftir að við fluttum til borgarinnar bjuggum við í lítilli íbúð í stóru húsi í miðbæ Reykjavíkur sem amma mín átti. Í sama húsi var myndavéllaverkstæði sem ég held að hafi fyrst vakið  forvitni mína á ljósmyndun.

Ég gerði hins vegar lítið sem ekkert til að hlúa að þessari hugmynd fyrr en seinna á lífsleiðinni.

Ég hef varið miklum tíma í baráttu við veðuröflin. Ég stundaði hjólreiðar af kappi á yngri árum og var í landsliði Íslands um árabil. Mér finnst ég því vera sannarlega á heimavelli, úti í náttúrunni.

Eftir útskrift úr Tækniháskóla Íslands varð ég lærlingur Christophers Lund og hef einnig unnið að fjölmörgum kvikmynda- og ljósmyndaframleiðslumi, þar á meðal Game of Thrones, Asics, Dom Perignon til að nefna nokkur.

Ástríða mín á útivist leiddi mig út í landslagsljósmyndun og því að leiðsegja og leiðbeina öðrum um.

Ekki hika við að hafa samband ef ég get á einhvern hátt orðið að liði.

+354-772-1035

Facebook / petur@peturthor.com